22/12/2024

Strandagangan um helgina

Strandagangan verður haldin á Hólmavík á laugardag. Keppt verður í sex vegalengdum bæði í karla- og kvennaflokki. Þrír fyrstu keppendur í hverjum flokki fá glæsilega bikara og aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Sá sem er fyrstur í mark í 20 km. göngunni hlýtur til varðveislu næsta árið veglegan farandbikar sem gefinn var af Heilbrigðisstofnun Hólmvíkur til minningar um Sigfús Ólafsson heimilislækni. Í göngunni er einnig keppt í sveitakeppni sem fer þannig fram að þrír einstaklingar í sömu vegalengd mynda lið og gildir samanlagður tími þeirra í sveitakeppninni. Þrjár efstu sveitirnar í hverri vegalengd fá verðlaunapeninga fyrir sæti.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Strandagöngunnar. Frá þessu er sagt á bb.is.