26/12/2024

Stórtónleikar á Hólmavík í kvöld

Nemendur Tónskólans á Hólmavík standa fyrir stórtónleikum í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, miðvikudaginn 25. mars, og hefjast þeir klukkan 19:30. Tónleikarnir eru fjáröflunartónleikar og eru liður í fjársöfnun til kaupa á flygli eða píanó fyrir Tónskólann. Fram koma fimm hljómsveitir eða hópar nemenda á aldrinum 11-16 ára sem syngja og leika fjölbreytt lög s.s. blús, rokk, Bítl, þjóðlög, dægur- og alþýðutónlist. Ýmsir þekktir stórsöngvarar munu stíga á stokk með nemendum en auk kennara skólans, þeirra Viðars G, Barböru og Bjarna Ómars, koma fram Victor Örn Victorsson, Stefán S. Jónsson, Kristján Sigurðsson og Arnar S. Jónsson.

Aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir nemendur tónskólans og frítt fyrir yngri en sex ára. Nemendafélagið verður með sjoppu á staðnum. Athugið að hægt er að greiða með kortum, debet og kredit.