24/06/2024

Stofnanasamningur VerkVest og Heilbrigðisstofnunar

Frá undirritunÍ frétt á vef Verkalýðsfélags Vestfirðinga – www.verkvest.is – kemur fram að nýlega var gengið var frá nýjum stofnanasamningi Verk-Vest og Heilbrigðisstofunarinnar á Hólmavík sem unnið hefur verið að undanfarið. Í stofnanasamningum er fjallað um um nánari forsendur og reglur um röðun starfa við hverja stofnun m.a. með tilliti til náms sem starfsmenn hafa að baki, starfsreynslu (m.a. við heimilisstörf) og fleira.

Slíkir stofnanasamningar voru fyrst gerðir árið 2004 og þá við þrjár heilbrigðisstofnanir á félagssvæðinu. Samningurinn við Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík hefur í för með sér fjögurra flokka afturvirka hækkun á grunnröðun starfsmanna frá 1. maí 2006 og eins flokks hækkun til viðbótar frá 1. sept. sama ár, auk þess sem starfsreynsla getur nú gefið 3ja flokka hækkun í stað 2ja áður. Félagsmenn Verkalýðsfélags Vestfirðinga á stofnuninni fá þannig verulega leiðréttingu á kjörum sínum, samkvæmt frétt félagsins.