19/04/2024

Robert the Roommate og Skúli Mennski á Hólmavík


Miðvikudagskvöldið 3. júlí munu Robert the Roommate og Skúli Mennski halda tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 21:00. Robert the Roommate er hljómsveit sem kom fyrst fram á sjónarsviðið á vordögum 2010. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu nú í apríl og hefur verið að fylgja henni eftir síðan. Þess má geta að söngkona hljómsveitarinnar, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, er barnabarn Kristins frá Dröngum í Árneshreppi. Skúli Þórðarson, hinn Mennski, er Ísfirðingur, ættaður frá Krossnesi á Ströndum. Nú þegar hefur Skúli gefið út þrjár sólóplötur og ferðast um landið og flutt músík sína um áraskeið. Sérstakur gestur á tónleikunum er Viðar Guðmundsson í Miðhúsum. Miðaverð er 1500 krónur.