26/04/2024

Stefnir í mikið fjör í góðri dagskrá á Drangsnesi um helgina

Malarkaffi á DrangsnesiAðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi næstu helgi,
dagana 17.-19. apríl. Í tengslum við aðalfundinn verður haldið metnaðarfullt málþing þar sem
fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungum í
ferðaþjónustu á Ströndum og farið verður í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni
Drangsness. Þetta eru ávallt fjörugir fundir og ferðaþjónustuaðilar hafa
fjölmennt á þá og skemmt sér vel með kollegum sínum. Dagskrá helgarinnar eru
tilbúin og hana er hægt að nálgast hér að neðan. Allar frekari upplýsingar
veitir Sigurður Atlason í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.saudfjarsetur.is.
Það eru allir hjartanlega velkomnir á fundinn og málþingið.

DAGSKRÁ
Föstudagur 17. apríl – Malarkaffi
19:00 – Léttur kvöldverður á Malarkaffi
20:00 – Ferðaþjónusta og
handverk á Ströndum

Sigurður Atlason segir frá uppbyggingu ýmissa verkefna á
Ströndum og fj allar um þá miklu uppbyggingu sem Ásbjörn Magnússon og Valgerður
Magnúsdóttir hafa staðið fyrir á Drangsnesi undanfarin misseri. Ásbjörn mun
svara fyrirspurnum.

21:00 – Hvalstöð útlendinga við Steingrímsfjörð

Magnús
Rafnsson segir frá fornleifauppgreftri á hvalveiðistöð erlendra hvalfangara í
Hveravík á Ströndum. Magnús sagði frá þessu verkefni á aðalfundi FMSV í
Bjarnarfirði árið 2005 en síðan hefur margt forvitnilegt komið í ljós.

Sýning
á handverks- og listmunum frá Hólmavík verður uppi í kaffi húsinu eftir Hafþór
Þórhallsson myndlistarmann og Þúfu handverkshús. Auk þess verða til sýnis gripir
sem komið hafa upp við fornleifarannsóknirnar í Hveravík.
Opnir heitir pottar í sjávarmálinu í kauptúninu.
Laugardagur 18. apríl – Samkomuhúsið Baldur
09:00 – AÐALFUNDUR FMSV

Venjuleg aðalfundarstörf, ársreikningar,
skýrsla stjórnar, stjórnarkjör og önnur mál.
10:30 – Kaffi
11:00 – MÁLÞING UM BÖRN OG FERÐALÖG

11:00 – Ester Rut
Unnsteinsdóttir – Melrakkasetri

„Sjáðu me me“
Ester Rut frá Melrakkasetri
í Súðavík fjallar um börn og ferðalög með dýralífstengingu.

11:30 – Kristinn
Schram – Þjóðfræðistofu

„Börn á vegum úti“
Kristinn segir frá rannsóknum
Þjóðfræðistofu á iðkun vegamenningar fyrr og nú og upplifun barna á
ferðalögum um landið.

12:00-13:00 – Léttur hádegisverður

13:00 –
Vilborg Arnarsdóttir – Raggagarði

Vilborg mun kynna fjölskyldugarðinn
Raggagarð í Súðavík og segja frá hvernig garðurinn nýtist
ferðaþjónustufyrirtækjum á Vestfjörðum í dag og í framtíðinni. Hún mun
einnig fjalla um áhrif Raggagarðs á börnin og aðra gesti sem sækja hann
heim.

13:30 – Jón Jónsson – Ferðaþjónustan Kirkjuból á Ströndum

Á
ferðaþjónustubænum Kirkjubóli á Ströndum og Sauðfjársetrinu í Sævangi sem
stendur í landi jarðarinnar hefur verið unnin töluverð hugmyndavinna um fjölskylduvæna ferðaþjónustu og framundan eru frekari skref í þá átt að höfða
sérstaklega til barnafólks á faraldsfæti. Í kynningunni ræðir Jón um reynsluna
af þessari vinnu og möguleika sem fjölskylduvæn ferðaþjónusta felur í
sér.

14:00 – Bjarnheiður Hallsdóttir og Tómas Guðmundsson

Höfundar
Ferðahandbókar fj ölskyldunnar fjalla um ástæðu fyrir gerð bókarinnar og hvað
það var sem hvatti þau til útgáfunnar. Í Ferðahandbók fjölskyldunnar er sagt
frá áhugaverðum og fjölskylduvænum stöðum þar sem börn geta unað sér í
guðsgrænni náttúrunni og kostar jafnframt ekki neitt að upplifa. Markmiðið er að
fá fólk til að skoða, upplifa og njóta – og slaka á. Bókin kom út árið
2006.

14:30 – Samantekt

Sigurður Atlason dregur saman þræði og stýrir
umræðum.

15:00 – Málþingslok.

16:00 – SKEMMTIFERÐ

Sigling í kringum lundaparadísina Grímsey með viðkomu á
gestapalli þar sem boðið verður upp á
hressingu og tónlistaratriði.
 
19:00 – Hátíðarkvöldverður á Malarkaffi
Fjör og skrens. Gulli Bjarna spilar.
Sunnudagur 19. apríl
Morgunverður á Malarkaffi