29/04/2024

Staða Sparisjóðs Strandamanna áfram mjög sterk

Húsnæði Sparisjóðsins á HólmavíkRekstur Sparisjóðs Strandamanna gekk bærilega á fyrstu sex mánuðum ársins 2008," segir Guðmundur B. Magnússon sparisjóðsstjóri í viðtali við strandir.saudfjarsetur.is, "miðað við þær aðstæður sem ríkja á fjármálamörkuðum og í hagkerfinu um þessar mundir." Staða Sparisjóðs Strandamanna er því áfram mjög sterk, þrátt fyrir nokkurt tap á fyrstu sex mánuðum ársins sem stafar eingöngu af breyttu verðmati á nokkrum félögum sem Sparisjóðurinn á eignarhluta í. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er tap af rekstrinum um 29,2 milljónir króna, en þá er búið að gera ráð fyrir um 80 milljóna verðfalli á hluta af eignum sjóðsins og einnig búið að leggja 15 milljónir í afskriftarreikning.

Svokallað CAD-hlutfall sem oft er miðað við til að meta stöðu fjármálastofnanna er 34,7% hjá Sparisjóðnum, en má lægst vera 8%.