22/12/2024

Spurningakeppni við upphaf Hamingjudaga

Sauðfjársetur á Ströndum hefur ákveðið að efna til spurningakeppni við upphaf Hamingjudaga á Hólmavík í sumar og verður keppnin haldin fimmtudagskvöldið 29. júní. Ætlunin er að þar keppi 4 lið og verður eitt lið sem skipað verður Strandamönnum í þeim hópi. Ætlunin er síðan að skora á þrjár aðrar sýslur eða sveitarfélög í nágrenninu að senda lið til að berjast við spurningaglaða Strandamenn. Sauðfjársetrið stefnir að átaki í kynningarmálum og eflingu á starfsemi sinni á næstu vikum og mun taka virkan þátt í stórsýningunni Perlan Vestfirðir sem haldin verður dagana 5.-7. maí í sumar ásamt öðrum ferðaþjónustuaðilum á Ströndum.


Hamingjudagarnir verða haldnir 29. júní – 2. júlí í sumar og verður þar mikið um dýrðir.