22/12/2024

Sprettganga í Selárdal

Úrslitin úr sprettgöngunni sem haldin var á vegum Skíðafélags Strandamanna síðastliðinn sunnudag hafa verið færð inn á vef félagsins. Eins og kemur fram á vefnum var veður prýðilegt, logn og hiti um frostmark. Þátttakendur voru alls 23. Stefnt er að því að halda Skíðafélagsmót með frjálsri aðferð laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Staðsetning hefur ekki verið endanlega ákveðin ennþá, en fer eftir snjóalögum og veðri. Búið er að koma saman mótaskrá Skíðafélagsins fyrir veturinn og er hana líka að finna á vefnum.