05/10/2024

Sprengidagsveisla hjá Kvennakórnum Norðurljósum

640-saltkjot2

Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík stendur fyrir saltkjötveislu á Sprengidaginn í félagsheimilinu á Hólmavík. Á boðstólum verður saltkjöt, baunasúpa og allt sem við á að eta á sprengidaginn. Þetta árið er sprengidagurinn þriðjudaginn 9.febrúar og stendur veislan milli 18:00 og 20:00. Verð fyrir lostætið er 3000 fyrir 14 ára og eldri og 1500 fyrir 6-13 ára, frítt fyrir yngri börn. Nauðsynlegt er að panta hjá Ingu formanni í s. 847-4415. Meðfylgjandi mynd er frá sprengidagsveislu sem Þjóðfræðistofa hélt í Skelinni um árið, í bakgrunni er Ingibjörg Valgeirsdóttir þáverandi sveitarstjóri Strandabyggðar.