14/11/2024

Bollukaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

bollukaffi

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 14:00 -17:00 verður Bollukaffi í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þetta hefur verið árlegur gleðskapur síðustu árin hjá Sauðfjársetrinu og jafnan glatt á hjalla. Á boðstólum verður bolluhlaðborð, vatnsdeigsbollur með margskonar fyllingum, gerbollur og berlínarbollur. Verðið er kr. 1.500,- fyrir fullorðna, kr. 900,- fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri.