22/12/2024

Spilakvöld á Hólmavík á miðvikudaginn

Danmerkurfarar í 8.-9. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík slá ekki slöku við og safna sem mest þeir mega fyrir ferðalaginu til Danmerkur í haust. Á miðvikudagskvöldið 21. desember kl. 20:00 verður spiluð félagsvist á Hólmavík og eru allir hjartanlega velkomnir. Veglegir vinningar eru í boði og vonast er eftir góðri mætingu. Aðgangseyrir er kr. 700.- á mann og eru kaffi og piparkökur í hléi innifaldar.