Skíðafélag Strandamanna stendur fyrir Sparisjóðsmóti í skíðagöngu á Hólmavík nú á sunnudaginn 16. mars og hefst mótið kl. 13:00. Start og marksvæði verður við íþróttahúsið á Hólmavík, þannig að gott færi gefst á að fylgjast með skíðagöngukeppninni. Gengið er með frjálsri aðferð og 3 fyrstu í hverjum flokki fá verðlaunapeninga, en aðrir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Fyrst verður 12 ára og yngri startað út í hópstarti og þegar þau hafa lokið sinni göngu er 13 ára og eldri startað út. Frá þessu segir á sfstranda.blogcentral.is/.