07/10/2024

Blessað barnalán – gamanleikur á Hólmavík

blessadbarnalan1

Leikritið Blessað barnalán verður frumsýnt í félagsheimilinu á Hólmavík á föstudagskvöldið kl. 20:00 og einnig eru sýningar á sunnudagskvöld og þriðjudagskvöld. Leikfélag Hólmavíkur setur verkið upp, en Blessað barnalán er gamanleikur í fjórum þáttum sem Kjartan Ragnarsson samdi árið 1977. Stykkið hefur áður verið sett upp á Hólmavík árið 1983. Nauðsynlegt er að panta miða á uppsetninguna að þessu sinni, því takmarkað framboð er á sætum. Leikstjóri að þessari uppfærslu er Guðbjörg Ása Jóns- og Huldudóttir og svarar hún í miðasölusímann 659-5135.

Frumsýning: Föstudaginn 4. nóvember kl: 20.
2. sýning: Sunnudaginn 6. nóvember kl: 20.
3. sýning: Þriðjudaginn 8. nóvember kl: 20.

Miðaverð eru kr. 3000 fyrir fullorðna og kr. 1500 fyrir börn 14 ára og yngri. Posi verður á staðnum. Meðfylgjandi mynd tók Eiríkur Valdimarsson á æfingu.