22/12/2024

Sölustaður Skeljungs í Hrútafirði?

Strandavegir framtíðarinnarÁ síðasta fundi hreppsnefndar Bæjarhrepps var lagður fram til kynningar nýr uppdráttur af deiliskipulagi frá Skeljungi hf og landeiganda Fögrubrekku sem gerir ráð fyrir 13.200 fermetra þjónustu og verslunarreit í landi Fögrubrekku. Reiturinn er við hringveginn þar sem hann mun liggja eftir vegaframkvæmdir í fjarðarbotninum. Eins og kunnugt er rak Skeljungur útsölustað fyrir bensín og olíur í Staðarskála um áratugaskeið og var starfsleyfishafi þar. Eftir að breyting varð á eignarhaldi Staðarskála hóf fyrirtækið síðan undirbúning að byggingu sölustaðar í landi Fögrubrekku. Að sögn Ólafs Jónssonar hjá Skeljungi eru bundnar vonir við að sveitarstjórn Bæjarhrepps afgreiði erindið frá sér í byrjun maí og breytt skipulag verði auglýst í kjölfarið. 

Hafin er bygging á stöð frá N1 í grennd við vegamót hringvegarins og Djúpvegar (nr. 61), þar sem þau verða eftir breytingar. Er reiturinn sem Skeljungur hefur hug á nokkru sunnar. Ljóst er að um hagsmunamál er að ræða fyrir Bæhreppinga, bæði að samkeppni sé á svæðinu og atvinnurekstur í sveitarfélaginu, því stöðin frá N1 stendur í landi Staðar þótt hún sé vestan við Hrútafjarðará og tilheyrir þar með Húnaþingi vestra.