Categories
Frétt

Litlu jólin á Hólmavík

Á fimmtudaginn var voru Litlu-jólin haldin í Grunnskólanum á Hólmavík og stigu allir sem vettlingi gátu valdið á svið að venju. Skemmtunin var haldin í Félagsheimilinu og þar sýndu allir bekkirnir leikþætti og atriði sem þeir höfðu æft og hinn hefðbundni helgileikur var á sínum stað. Síðan var haldið herlegt jólaball og diskótek fylgdi síðan í kjölfarið. Allt fór vel og siðsamlega fram að venju og atriðin voru bráðgóð. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á vettvangi og smellti af nokkrum myndum sem gefur að líta hér að neðan.

bottom

atburdir/2009/580-litlujol5.jpg

bottom

atburdir/2009/580-litlujol1.jpg

Myndir frá Litlu-jólunum – ljósm. Arnór Jónsson