13/05/2024

Snorri Sturluson, vélráður eða vinarlegur

Óskar Guðmundsson, höfundur bókarinnar um Snorra Sturluson verður í Hólmakaffi sunnudagskvöldið 15. ágúst næstkomandi. Óskar heldur stutt erindi þar sem hann leitast við að bregða upp mynd af manninum Snorra Sturlusyni, ævi hans og ástum. Hér gefst Hólmvíkingum einstakt tækifæri til að spyrja höfund, koma með sínar eigin athugasemdir eða skiptast á skoðunum um sagnaskáldið góða. Óskar hefur unnið að ritun ýmissa bóka um sögu og mannlíf, m.a. um hjónin á Ósi við Steingrímsfjörð og bókaflokknum Aldirnar okkar.  

Erindi Óskars hefst klukkan 20.00 og er aðgangur ókeypis. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir.