22/12/2024

Snorri Sturluson í Hólmavíkurskóla

Nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskólans á Hólmavík bjóða nú öllum sem áhuga hafa á sýningu um líf Snorra Sturlusonar á mánudaginn kl. 11:30-12:30. Krakkarnir hafa verið í þemavinnu um Snorra Sturluson undanfarna daga og hafa m.a. farið í ferð á Snorraslóðir í Reykholti í Borgarfirði. Nú hafa þeir, ásamt umsjónarkennara sínum Kristínu S. Einarsdóttur og kennaranemanum Hildi Guðjónsdóttur, sett upp sýningu á verkefnum sínum í skólastofunni sinni. Þar er öllum gestum og gangandi er velkomið að kíkja inn og skyggnast örlítið inn í líf Snorra Sturlusonar.