22/07/2024

Smiðjur að störfum

Á Hamingjudögum á Hólmavík voru nokkrar smiðjur að störfum – kassabílasmiðja var starfandi fimmtudag og föstudag og á laugardagsmorgni voru starfandi slagverkssmiðja sem Marimbasveit Hafralækjarskóla stjórnaði, töfrasmiðja þar sem Jón Víðis töframaður kenndi börnunum m.a. að stinga prjón í gegn um blöðru án þess að sprengja hana, leik- og söngsmiðja sem Skúli Gautason og Þórhildur Örvarsdóttir stýrðu og þjóðdansasmiðja þar sem félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenndu mönnum kúnstirnar.

Jón Víðis töframaður rekur tein í gegnum blöðru …

… og krakkarnir reyna að leika listina eftir.

Slagverksmiðjan var vinsæl og vel sótt.

Fræðilegur fyrirlestur um fánastengur með þremur lesurum og stjórnanda í leiksmiðjunni.

Matthías Lýðsson leiðsagði göngugörpum í ferð um bæinn og upp í Kálfanes á meðan.

Ljósm. Jón Jónsson.