23/12/2024

Skýrsla um starfsemi Landshlutasamtaka sveitarfélaga

Út er komin skýrsla
starfshóps um endurskoðun á starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga. Á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé ánægjulegt að starfshópurinn komist að þeirri niðurstöðu "að starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga sé mikilvæg, ekki síst í því samhengi að efla byggðaþróun og samþætta opinberar áætlanir og stefnur." Á vef Samgöngurráðuneytis og Fjórðungssambands Vestfirðinga er sagt nánar frá efni skýrslunnar.