Categories
Frétt

Áskorun frá fermingarbörnum á Hólmavík 1968

Árgangur 1954Vefnum strandir.saudfjarsetur.is hefur borist svohljóðandi áskorun frá fermingarbörnum á Hólmavík 1968 vegna söfnunar fyrir orgeli í Hólmavíkurkirkju: "Eins og flestir vita er orgelið í Hólmavíkurkirkju ónýtt og hefur þegar verið fest kaup á nýju. Nokkuð vantar upp á að fjármagna verkefnið og hefur fyrsti árgangurinn sem fermdist í Hólmavíkurkirkju og fermdist þegar hún var vígð árið 1968, ákveðið að hrinda af stað áskorun um fjársöfnun til styrktar orgelkaupunum. Þetta er árgangurinn sem er fæddur 1954 og hafa nokkrir sem fermdust ekki með hópnum en voru í Hólmavíkurskóla einnig ákveðið að styðja verkefnið og vera með, en jafnframt skorar hópurinn á 1955 árganginn að gera slíkt hið sama og vonar að hann skori síðan á næsta árgang og svo framvegis."

"Telst okkur til að alls séu fjörutíu og einn fermingarhópur frá 1968 og til að hafa þetta auðvelt í framkvæmd var ákveðið að hver og einn einstaklingur leggi inn á söfnunarreikninginn sem er 316-13-872095, kt. 630169-4619, til dæmis krónur 2.500.- og hafi í tilvísun fæðingarárið: "árgangur 54". Hver hópur hefur svo sitt fæðingarár, en að sjálfsögðu verður hver og einn að ákveða upphæð fyrir sig.

Jafnframt lýsir hópurinn yfir ánægju með frábært framtak hjá KSH, að gefa 10% af sölu þessarar viku í orgelsöfnunina, og skorar á fleiri fyrirtæki að stíga fram. Koma svo, allir með."

 bottom

Fermingarbörnin 1968. Aftari röð f.v. Öddi, Gunnar, Mundi, Hjammi, Bjössi, Siggi og Gæi. Fremri röð f.v. Fríða, Olla, Rúna, Magga, Ingibjörg og Ragna. Fremstur er svo séra Andrés. 

frettamyndir/2009/580-arg53b.jpg

Árgangur 54 þegar þau hittust 2008, búinn að stilla sér upp í röð við Grunnskólann á Hólmavík. Fremst er Berit, síðan Erna, Herborg, Magga, Olla, Rúna, Siggi, Gæi, Bjössi og Öddi.