23/04/2024

Landsbyggðin lifi fundar á Hólmavík

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi verður haldinn á Hólmavík næstkomandi sunnudag, þann 30. ágúst og hefst fundurinn kl. 11 fyrir hádegi á Kaffi Galdri. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, auk þess sem Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Metan hf., flytur erindi um notkunarmöguleika metans sem innlends orkugjafa. Fræg er orðin ferð þeirra Einars og Ómars Ragnarssonar hringinn í kringum landið í sumar á bíl knúnum metani. Þá munu heimamenn á Ströndum kynna sína grasrótarstarfsemi í þágu byggðamála og ræddar verða nýjar áherslur og hugmyndir í starfinu. Fundurinn er öllum opinn.


Á heimasíðu Landsbyggðin lifiwww.landlif.is
– er vakin athygli á áhugaverðri dagskrá heimafólks daginn áður,
laugardaginn 29. ágúst á Hólmavík, undir yfirskriftinni Stefnumót á
Ströndum
og raunar er aðalfundinum valinn staður á Hólmavík vegna
þeirrar hátíðar. Eru fulltrúar og annað félagsfólk í Landsbyggðin lifi
eindregið hvött til að mæta þar einnig og eiga góðan dag og kvöld með
Strandamönnum. Hægt er að skrá
þátttöku á netfang Sigríðar Svavarsdóttur siggasvavars@hive.is eða í síma 452-4472.