22/12/2024

Skuldir 600 þúsund á íbúa

Árbók sveitarfélaga 2005 er komin út og aðgengileg á vefnum undir þessum tengli. Í árbókinni er hægt að fræðast um rekstur og stöðu sveitarfélaganna í landinu og skoða margvíslegar lykiltölur úr ársreikningum þeirra. Þarna kemur m.a. fram að nokkur munur er á stöðu hreppanna hvað varðar skuldir og skuldbindingar í árslok 2004. Hjá Hólmavíkurhreppi voru skuldirnar langhæstar eða rúmlega 603 þúsund á hvern íbúa, en lægstar í Broddaneshreppi eða tæpar 16 þúsund á íbúa. Í Árneshreppi eru skuldir tæpar 20 þúsund á íbúa, í Bæjarhreppi eru þær rúmar 54 þúsund á íbúa og í Kaldrananeshreppi eru skuldir tæpar 186 þúsund á íbúa.