22/12/2024

Skotvopnanámskeið á Hólmavík

Haldið verður skotvopnanámskeið fyrir verðandi skotvopnaleyfishafa á Hólmavík laugardaginn og sunnudaginn 18. og 19. nóvember. Skráningar á námskeiðið fara fram hjá Veiðistjórnunarsviði
Umhverfisstofnunar. Við skráningu á námskeiðið þurfa umsækjendur að gefa upp kennitölur tveggja
> meðmælenda vegna skotvopnaleyfisins. Ennfremur þarf að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd inn til lögreglunnar fyrir námskeiðið. Upplýsingar um námskeiðin er að finna á www.ust.is/Veidistjornun/Namskeid.