22/12/2024

Skoðanakönnun vegna Staðardagskrár að ljúka

Nú líður að lokum á skoðanakönnun vegna vinnu við mótun Staðardagskrár 21 fyrir Strandabyggð, en henni lýkur 10. mars. Hægt er að taka þátt með því að fylla út eyðublað undir þessum tengli. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að taka þátt, en Staðardagskráin er hugsuð sem velferðaráætlun þar sem horft er á þróun samfélagins til langs tíma. Umhverfisnefnd Strandabyggðar sér um undirbúninginn og eru lesendur strandir.saudfjarsetur.is beðnir um að tilgreina 5 málaflokka sem þeir vilja sjá fjallað um í slíkri áætlun.