Categories
Frétt

Kveikt á norska jólatrénu í dag

Það verður mikið um dýrðir við Grunnskólann á Hólmavík kl. 18:00 í dag þegar kveikt verður á norska jólatrénu sem vinir vorir frá Hole í Noregi hafa fært Hólmvíkingum. Allir eru þar velkomnir og verða sungnir jólasöngvar, slegin hljóðfæri og fluttar hátíðarræður. Starfsmenn Grunnskólans hafa unnið hörðum höndum að uppsetningu jólatrésins í dag og létu kuldabola ekkert á sig fá þegar ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is átti leið hjá. Hertu þeir þá heldur en ekki á verkinu og sungu norska jólasöngva við raust og létu hvína í öxinni og söginni í takt.

Norska jólatréð sett á fót

frettamyndir/2008/580-norska1.jpg

Vaskir menn að verki – Ljósm. Jón Jónsson