23/12/2024

Skíðamóti frestað til sunnudags

Það er góð skemmtun að detta á skíðum.Firmakeppni sem vera átti við Íþróttamiðstöðina á Hólmavík á morgun, laugardag, hefur verið frestað til sunnudagsins og hún færð að Syrpu í Selárdal (brautin hefst við sumarbústaðinn hans Bigga Péturs). Hefst keppni klukkan 14:00, en skráning er hjá Ragnari á Heydalsá þar til annað kvöld (sigra@snerpa.is).

Firmakeppnin er styrkt af ýmsum fyrirtækjum og keppt er í boðgöngu. Reynt er að skipta þeim sem skrá sig sem jafnast í lið eftir getu svo keppnin getur orðið afar spennandi á að horfa. Að sögn Ragnars hefur þátttaka í æfingum verið mjög góð en meðan snjór var nægur fóru þær fram hér á Hólmavík. Æfingin sem vera átti nú eftir hádegi féll niður vegna veðurs.

center

atburdir/350_skidi_hopmynd.jpg

1

.