16/10/2024

Skemmtilegir tónleikar

Lóuþrælar í hamFjöldi Strandamanna mætti á skemmtilega tónleika Karlakórsins Lóuþræla og Sönghópsins Sandlóa úr Húnaþingi vestra. Sr Sigríður Óladóttir sóknarprestur og stjórnandi Kvennakórsins Norðurljósa bauð gestina velkomna og Rúna Stína Ásgrímsdóttir formaður menningarmálanefndar Hólmavíkurhrepps afhenti þeim þakklætisvott fyrir frábært innlegg í menningarlíf á Ströndum.