Categories
Frétt

Skautasvellið stóðst hlákuna

Skautasvellið við Galdrasýninguna á Hólmavík stóðst áhlaup sunnanáttarinnar sem
staðið hefur yfir síðustu daga. Nú hefur fryst aftur og svellið hefur látið
lítið á sjá. Vatni var bætt á það í gærkvöldi þegar fór að frysta aftur og aftur
í morgun og er því í nokkuð góðu ásigkomulagi. Þessa stundina er um 5 stiga
frost á Hólmavík og fræga Steingrímsfjarðarlognið á sínum stað. Af tilefni þess
verður skautasvellið upplýst í kvöld til klukkan 22:00 fyrir þá sem vilja reyna
sig á skautum.