22/12/2024

Skákæfingar á Hólmavík á föstudögum

Í framhaldi af heimsókn Hrafns Jökulssonar til Hólmavíkur á dögunum þar sem hann tefldi fjöltefli í Grunnskólanum hefur verið ákveðið að halda skákæfingar þar í skólanum kl. 13:30 alla föstudaga. Hefjast æfingarnar á morgun og ætla heldri borgarar Hólmavíkur og gamlir liðsmenn Taflfélags Hólmavíkur að taka þátt í þeim ásamt grunnskólabörnunum og öllum öðrum sem áhuga hafa á að vera með og mæta á staðinn.