22/12/2024

Sjávarréttakvöld Lions verður 9. apríl

Hið vinsæla sjávarréttakvöld Lionsklúbbs Hólmavíkur verður laugardaginn 9. apríl næstkomandi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00 með vönduðu sjávarréttahlaðborði sem Lionsfélagar hafa lagt sig alla fram um að gera hið vandaðasta. Miðaverð á samkomuna er 3.500.- Drykkjarföng verða seld á staðnum, en ekki er posi. Miðapantanir og nánari upplýsingar gefa Jón E. Alfreðsson s. 451-3130 eða 892-2522 og Valdemar Guðmundsson s. 451-3544 eða 863-3844. Miða þarf að panta fyrir 4. apríl.