19/04/2024

Kynningarfundur vegna sauðfjársamnings í Sævangi

Kynningarfundur vegna nýs sauðfjársamnings verður haldinn í Sævangi við Steingrímsfjörð kl. 13:00, mánudaginn 5. febrúar. Frummælendur á fundunum verða Jóhanna Pálmadóttir stjórnarmaður í Landssambandi sauðfjárbænda og Gunnar Sæmundsson varaformaður Bændasamtaka Íslands. Allir sem áhuga hafa á að fræðast um samninginn eru hvattir til að mæta.