13/10/2024

Sirkussýning í verksmiðjunni í Djúpavík

Sirkussýning verður í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík kl. 20 í kvöld, þriðjudaginn 4. júlí 2017. Á ferðinni er fjöllistahópur sem heimsótti Djúpavík einnig fyrir tveimur árum með stórskemmtilega sýningu. Aðgangur er ókeypis og sýningin í boði Hótel Djúpavíkur. Allir eru velkomnir í sirkusinn.