28/03/2024

Sigurður Vilhjálmsson sigraði karókíið

Úrslitakeppnin í karókíkeppni Café Riis fór fram í gær og var umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sigurvegarar í keppninni að þessu sinni voru Sigurður Á. Vilhjálmsson flutningabílstjóri og Kaupfélag Steingrímsfjarðar sem hann keppti fyrir. Mikil söngveisla var í Bragganum þar sem átta keppendur kepptu til úrslita og fleiri söngatriði voru til skemmtunar. Í öðru sæti í keppninni varð Eyrún Eðvaldsdóttir sem keppti fyrir Bíla- og kranaþjónustu Danna og þriðji varð Arnar S. Jónsson sem keppti fyrir strandir.saudfjarsetur.is. Sigurður Atlason sem keppti fyrir Strandagaldur var valinn skemmtilegasti keppandinn af salnum.

1

Siggi Villa jr. syngur  sig inn í hug og hjörtu áhorfenda og dómnefndar með laginu When You Say Nothing At All sem Ronald Keating gerði frægt. Kaupfélag Steingrímsfjarðar hrósar sigri með Sigga.

bottom

Eyrún Eðvaldsdóttir syngur Walking On Sunshine með miklum tilþrifum og tryggði sér annað sæti fyrir Bíla og kranaþjónustu Danna. Hver keppandi söng tvö lög.

Arnar S. Jónsson syngur Dream a little dream of me og lendir í þriðja sæti fyrir strandir.saudfjarsetur.is

atburdir/2006/580-kar7.jpg

Sigurður Atlason syngur That’s Life fyrir Strandagaldur, síðskeggjaður og í engla- eða kjúklingabúningi.

Í seinna laginu mætti Siggi svo nýrakaður og fínn og söng Everybody Needs Somebody To Love. Salurinn valdi hann skemmtilegasta keppandann.

 

Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri syngur Queen slagarann Don’t Stop Me Now fyrir Strandabyggð.

Halldór Jónsson hjá Vegagerðinni tekur Born to be wild með trompi

Salbjörg Engilsbertsdóttir syngur lagið Blue fyrir Strandabyggð

atburdir/2006/580-kar14.jpg

Lára Agnarsdóttir syngur Love Really Hurts Without You fyrir Grunnskólann á Hólmavík

atburdir/2006/580-kar15.jpg

atburdir/2006/580-kar2.jpg

atburdir/2006/580-kar9.jpg

atburdir/2006/580-kar20.jpg

atburdir/2006/580-kar17.jpg

atburdir/2006/580-kar6.jpg

atburdir/2006/580-kar19.jpg

atburdir/2006/580-kar18.jpg

atburdir/2006/580-kar11.jpg

atburdir/2006/580-kar12.jpg

Mikið fjör bæði á keppninni og skemmtiatriðunum – ljósm. Jón Jónsson