07/11/2024

Sigurður Atlason ritstýrir strandir.saudfjarsetur.is

Nú fer að líða að því að frestur til að skila inn framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga renni út, en það þarf að gerast fyrir kl. 12:00 á hádegi á morgun, laugardaginn 8. maí. Listum og fylgigögnum þarf að skila til kjörstjórnar í hverju sveitarfélagi. Vegna kosninganna mun Jón Jónsson ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is láta af því starfi tímabundið. Sigurður Atlason tekur við ritstjórninni og tekur á móti aðsendum greinum og fréttatilkynningum sem sendar eru á netfangið strandir@strandir.saudfjarsetur.is og sér um að koma þeim inn á vefinn eftir því sem tími gefst til.

Pólitískar greinar á landsvísu sem sendar eru á fjölda fjölmiðla eru ekki birtar á strandir.saudfjarsetur.is, þær geta menn lesið á öðrum vettvangi, en allt sem snýr að málefnum svæðisins og er innan velsæmismarka er tekið til birtingar.