16/05/2024

Síðasti súpufundurinn framundan

Í hádeginu í dag fimmtudaginn 20. maí verður síðasti súpufundurinn í bili en þá segir Eva Sigurbjörnsdóttir frá sögu Hótel Djúpavíkur sem verður 25 ára á þessu ári. Hótel Djúpavík er starfrækt árið um kring og er líklega með sérstakari gististöðum í landinu. Hótelið er rekið í gamla kvennabragganum, auk þess rekur hótelið sumarhúsið Álfastein og svefnpokapláss í Lækjarkoti. Hótel Djúpavík er einnig eigandi gömul síldarverksmiðjunnar í Djúpavík sem tekin var í notkun árið 1935. Í vélarsal verksmiðjunnar er að finna sýningu um sögu síldarvinnslu í Djúpavík. Fundurinn er að venju frá kl. 12:00 til 13:00 og fer fram á Café Riis. Hægt verður að fylgjast með súpufundinum í beinni á netinu að venju.