01/12/2024

Síðasta blað Gagnvegar í vikunni

Síðasta blað Gagnvegar kemur út í vikunni, en blaðinu hefur verið dreift um allar Strandir og til áskrifenda vikulega síðustu ár. Vegna jólanna verður hægt að skila inn efni og auglýsingum lengur en vanalega, eða til kl. 22:00 á miðvikudagskvöld. Blaðið verður prentað á fimmtudagsmorgun og því dreift á Hólmavík eftir hádegi á fimmtudag, en á aðra staði með póstinum á föstudaginn. Þetta blað verður það síðasta því útgáfunni verður hætt um áramótin. Kristín S. Einarsdóttir útgefandi þakkar lesendum, viðskiptavinum, pennahöfundum og öðrum sem hafa lagt útgáfunni lið kærlega fyrir sitt framlag.

Jólakveðjur verða í síðasta Gagnveginum og er verðið eftirfarandi:

Heilsíða 20 þúsund
Hálfsíða 10 þúsund
Fjórðungur 6 þúsund
Einn sjötti úr síðu 4 þúsund
Lína  2 þúsund (á síðu með fyrirsögninni „Óskum Strandamönnum gleðilegra jóla, árs og friðar)

Skila þarf texta í kveðjurnar og lógóum eða öðru myndefni, ef við á, á netfangið stina@holmavík.is. Jafnframt er minnt á að jólakortapantanir þurfa að berast fyrir kl. 22:00 á miðvikudaginn.