22/12/2024

Selatalningin mikla!

Tveir selir og annar í fríiLaugardaginn 25. ágúst, frá kl. 12:00-16:00, mun Selasetur Íslands á Hvammstanga standa fyrir selatalningu við Vatnsnes. Markmið dagsins er stórt, þ.e. að telja heildarfjölda sela við Vatnsnes, til að ná því þarf hjálp frá áhugasömum náttúruskoðendum. Sjálfboðaliða á öllum aldri vantar til að ganga fjörur frá Miðfjarðarósi að Sigríðastaðaósi og telja, sem mætti telja upplagða afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Kakó, kleinur, viðurkenningarskjöl og skoðunarferð um Selasetrið í boði að talningu lokinni. Skráning og allar frekari upplýsingar í síma 451 2345 eða á tölvupóstfangið selasetur@selasetur.is.