22/12/2024

Segir Steingrímsfjörð magnaðan fuglaskoðunarstað

Breskur frönskukennari og áhugamaður um fuglaskoðun, Colin Humphrey, heldur því fram að Steingrímsfjörður sé einn allra áhugaverðasti fuglaskoðunarstaður landsins og aðgengi að mögnuðu og fjölbreyttu fuglalífi einstaklega gott. Colin var á Ströndum í vikunni og gisti nokkra daga á tjaldsvæðinu á Hólmavík og segir að fuglalíf við fjörðinn sé ótrúlega fjölbreytt. Hann fékk lánað reiðhjól á Hólmavík og hjólaði m.a. í sund í Bjarnarfjörð í fyrradag og skrásetti allar fuglategundir sem hann sá á leiðinni. Hann segir þessa dagstund hafa verið stórkostlega og einn hápunktur sinn í fuglaskoðun. Daginn áður fékk hann far með Sigurði Atlasyni framkvæmdastjóra Strandagaldurs frá Hólmavík til að skoða Kotbýli kuklarans. Á leiðinni var mikið spjallað og skrafað um náttúruskoðun og Colin ákvað að skrá niður allar fuglategundir sem hann tæki eftir við fjörðinn og afhenda Strandagaldri. Hér að neðan er listi yfir fuglategundirnar sem Colin skrásetti.

Að sögn Sigurðar er það dýrmætt að fá áhugafólk um fuglaskoðun til að vera þátttakendur við þróun náttúruskoðunar á svæðinu, en unnið er að undirbúningi fyrir alhliða náttúruskoðunarverkefni við Steingrímsfjörð og því þarf að skrásetja sem mest af fugla-, sela- og hvalalífi við fjörðinn.

7. ágú Staður: Staðardalur
Fuglategund Latínuheiti Mynd
Smyrill Falco columbarius Sjá mynd
8. ágú Staður: Hólmavík og í siglingu frá Hólmavík að Reykjanesi
Fuglategund Latínuheiti Mynd
Kjói Stercorarius parasiticus Sjá mynd
Himbrimi Gavia immer Sjá mynd
Hettumáfur Larus ridibundus Sjá mynd
Kría Sterna Paradisaea Sjá mynd
Heiðlóa Pluvialis apricaria Sjá mynd
Stelkur Tringa totanus Sjá mynd
Tjaldur Haematopus ostralegus Sjá mynd
Spói Numenius phaeopus Sjá mynd
Sandlóa Charadrius hiaticula Sjá mynd
Sendlingur Calidris maritima Sjá mynd
Maríuerla Motacilla alba yarrelly Sjá mynd
Teista Cepphus grylle Sjá mynd
Lundi Fratercula arctica Sjá mynd
Æðarfugl Somateria mollissima Sjá mynd
9. ágú Staður: Norðan Hólmavíkur fyrir fjörð og að Bjarnarfjarðarhálsi
Fuglategund Latínuheiti Mynd
Kjói Stercorarius parasiticus Sjá mynd
Hettumáfur Larus ridibundus Sjá mynd
Sílamáfur Larus fuscus Sjá mynd
Kría Sterna paradisaea Sjá mynd
Stelkur Tringa totanus Sjá mynd
Sandlóa Charadrius hiaticula Sjá mynd
Lóuþræll Calidris alpina Sjá mynd
Tjaldur Haematopus ostralegus Sjá mynd
Spói Numenius phaeopus Sjá mynd
Heiðlóa Pluvialis apricaria Sjá mynd
Teista Cepphus grylle Sjá mynd
Æðarfugl Somateria mollissima Sjá mynd
Álft Cygnus cygnus Sjá mynd
Grágæs Anser anser Sjá mynd
Þúfutittlingur Anthus pratensis Sjá mynd
Maríuerla Motacilla alba yarrelly Sjá mynd
Toppönd Mergus serrator Sjá mynd
Himbrimi Gavia immer Sjá mynd
Lómur Gavia stellata Sjá mynd
9. ágú Staður: Bjarnarfjarðarháls við Selkollusund
Fuglategund Latínuheiti Mynd
Álft Cygnus cygnus Sjá mynd
Himbrimi Gavia immer Sjá mynd
Heiðlóa Pluvialis apricaria Sjá mynd
Spói Numenius phaeopus Sjá mynd
Stelkur Tringa totanus Sjá mynd
Hrafn Corvus corax Sjá mynd
Skógarþröstur Turdus ilacus Sjá mynd
Þúfutittlingur Anthus pratensis Sjá mynd
9. ágú Staður: Bjarnarfirði að Kotbýli kuklarans
Fuglategund Latínuheiti Mynd
Kría Sterna Paradisaea Sjá mynd
Heiðlóa Pluvialis apricaria Sjá mynd
Spói Numenius phaeopus Sjá mynd
Jaðrakan Limosa limosa Sjá mynd
Stelkur Tringa totanus Sjá mynd
Kjói Stercorarius parasiticus Sjá mynd
Skógarþröstur Turdus ilacus Sjá mynd
Þúfutittlingur Anthus pratensis Sjá mynd
Rjúpa Lagopus mutus Sjá mynd