12/09/2024

Sápuóperutippleikur

Tippleikur strandir.saudfjarsetur.is heldur að venju áfram nú um helgina. Höskuldur Birkir Erlingsson, drangsneskur lögregluvarðstjóri á Blönduósi keppir aftur við hinn dansk-íslenska Hólmvíking Smára Gunnarsson sem er staddur í New York. Kapparnir gerðu jafntefli á síðustu helgi og í þetta skiptið eru þeir ósammála um sjö leiki. Um síðustu helgi baunaði Smári nettum skotum á Höskuld í bundnu máli, en Höskuldur svarar fyrir sig svo um munar í þetta skiptið. Hann fékk Höskuld Búa Jónsson, Drangsnesing á Akureyri og fyrrverandi þátttakanda í tippleiknum til að berja saman vísu til að skjóta föstum skotum að Smára sem vart á sér viðreisnar von, enda staddur í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan eru frekari útskýringar á þeirri sápuóperu sem tippleikurinn er þessa helgi auk þess sem þar er að finna skemmtilegar spár Höska og Smára:

1. Chelsea – Newcastle
 
Höski: Chelsea eru náttúrulega sterki aðilinn á borðinu og svo er þetta heimaleikur hjá þeim. Newcastle hins vegar með Owen í fantaformi geta strítt þeim eitthvað.  Ég get samt ekki ímyndað mér að þeir eigi sjens í þessa kalla í Chelsea. Lampard vill örugglega bæta við markaskorið hjá sér og vörnin hjá Newcastle hefur ekki verið að sýna neina fantatakta. Tákn: 1.
 

Smari: New York heilsar… og eg tharf ad rumpa thessu af a 20minutum, i islenskum minutum…minutan herna er miklu fljotari ad lida. Eg er a Wall Street og eg held ad thad se vid haefi ad eg spai thvi ad peningalid Chelsea sigri Newcastle thratt fyrir spraekan Michael Owen. Takn: 1.
 
+++
 
2. Charlton – Man. Utd.
 
Höski: Já, það er nú það, margir myndu eflaust freistast til þess að tippa á sigur hjá Charlton, miðað við það hvað þeim hefur gengið vel. Nei, en ekki hann ég. Frekar tapa ég þessum tippleik en að tippa á ósigur hjá mínum mönnum. Tákn: 2.
 
Smari: Hoskuldur a eftir ad hafa gaman af thessu. Charlton 3, Rooney 1 … Takn: 1.
+++
 
3. Man. City – Blackburn
 
Höski: Það hefur verið að ganga ágætlega hjá Blackburn upp á síðkastið, en þetta er jú heimaleikur Man. City og þeir eru ofar á töflunni. Ég held að ég verði að tippa á heimasigur. Tákn: 1.
Smári: Blackburn er svona jafnteflislid…Reyndar helviti groft jafnteflislid, their eru tekktir fyrir ad fotbrjota mann og annan. Vonandi ad their haldi sig fra brodur hans Shaun Wright… hann er nettur. Tákn: X.
 
+++
 
4. Liverpool – Portsmouth
 
Höski: Já það er nú freistandi að spá Liverpool sigri á móti liði sem er í 15 sæti í deildinni.  En bíddu við… hvar er Liverpool, jú í 12 sæti ha ha ha ha ha ha ha, bara fyndið. Þannig að þarna eru lið á svipuðum “level”. En æji greyjin, ætli að verði ekki bara að tippa á sigur á púlarana, ég veit að Smári gerir það… Tákn: 1.
 
Smari: Thetta er audvelt. Thad er komid ad thvi ad Crouch fari ad rada inn morkum…finnst samt engum odrum fyndid ad Benites er med somu hargreidslu og Houllier var med tharna, allir ad missa harid i stressinu a Mersey! Houllier er med sidaft i Frakklandi nuna… Takn: 1.
 
+++
 
5. Sunderland – Aston Villa
 
Höski: Sunderland er í neðsta sæti deildarinnar og Aston Villa aðeins ofar. Það er ekki nein sérstök kátína með frammistöðu þessarra liða og nú síðast í gær var birt gagnrýni á David O´Leary í blöðunum af leikmanni liðsins Eric Djemba – Djemba, sem reyndar er fyrrverandi Manu maður. Ég held að Aston Villa taki þetta. Tákn: 2.
 
Smari: Sunderland eru ekki lengur vopnadir Njali Quinn…og thad verdur theim ad falli, hann er betri en enginn thratt fyrir haan aldur. Baros med 2! Takn: 2.
 
+++
 
6. WBA – Everton
 
Höski: Everton er komið í blússandi gír núna, ég er fullviss um það, en WBA er á heimavelli. Minn uppáhalds Man. Utd. leikmaður fyrr og síðar er Bryan Robson.  Hann tekur þetta, eða er það ekki…??? Ég er ekki viss. Því ætla ég að tippa á fyrsta jafnteflið í spánni minni. Tákn: X.
 
Smari: Thad er botnslagur. Aumingja Everton menn, baedi ad vera med Duncan Ferguson og ad vera svona svakalega lelegir i ar. Eg aetla samt ad spa theim sigri i thessum leik thott ekkert bendi til thess og aetli Duncan setji ekki bara skallamark! Takn: 2.
 
+++
  
7. Watford – Sheff. Wed.
 
Höski: Watford menn eru að standa sig mjög vel þessa dagana og unnu fyrir mig síðast þegar tippað var í deildinni. Þeir í Sheffield Wednesday hafa ekki getað rass…bíbbbbb… síðan Siggi Jóns var hjá þeim. Elton John syngur baráttusöngva á vellinum og Watford getur ekki tapað. Tákn: 1.
 
Smari: Watford hlytur bara ad vinna thennan leik…enda bunir ad vera godir a leiktidinni og Sheffield Wednesday menn eru orugglega bunir ad vera duglegir ad fara a Ruby Tuesday! Takn: 1.
 
+++
 
8. Norwich – Luton
 
Höski: Þvílíkt fall niður á við hjá þeim í Norwich. Maður hefði ekki trúað þessu upp á þá. Luton er hinsvegar að gera mjög góða hluti og er ofarlega í deildinni. Ég tippa á útisigur. Tákn: 2.
 
Smari: Baedi lid buin ad gera 5 jafntefli i deildinni… sem thydir ad Norwich vinnur. Takn: 1.
 
+++ 
 
9. Southampton – Leeds
 
Höski: Þetta er baráttuleikur. Bæði lið á svipuðum stað í deildinni og svipuð að getu. Á Gylfi ekkert að fá að spila eða er hann meiddur… man það ekki. Alla vega góður leikmaður þar á ferð sem vonandi á eftir að geta sér gott orð hjá Leeds. Ææææjjjiiii, ég veit ekki… er þetta ekki bara jafntefli. Tákn: X.
 
Smari: Thetta hefdi verid finn leikur thegar Matt Le Tissier og GordonStrachan voru ad spila. Verdur bysna lelegur leikur i dag!…Southampton bunir ad gera 11 jafntefli i deildinni og their reyna sennilega ad halda jofnu. Arnar Bjornsson skorar fyrir Leeds eftir sendingu fra Gylfa. Takn: 2.
 
+++ 
 
10. Burnley – Leicester
 
Höski: Veit ekkert um Burnley, en Leicester, það var ágætt þarna um árið á meðan að Arnar Gull, var upp á sitt besta. Ég held samt að Burnley vinni. Tákn: 1.
 
Smari: Burnley eru heima og thad verdur erfitt fyrir Leicester ad maeta i ljonagryfjuna. Allir 79 studningsmenn Burnley eru maettir, fylla vollinn og verda tolfti madur heimamanna. Takn: 1.
 
+++ 
 
11. Crewe – Stoke
 
Höski: Stoke er á svona lygnum sjó um miðja deild, en Crewe frekar neðarlega. Það er nú það… Skýt á að Crewe vinni þennan leik, það eru búin að vera allskonar vandamál hjá þeim í Stoke uppá síðkastið. Tákn: 1.
 
Smari: Jafntefli… engin spurning. Gudjon Thordar er enntha stjorinn hja Stoke, allt bara brella thetta med Keflavik og og hitt lidid tharna sem enginn man hvad heitir. Hann spilar upp a Skaga-jafntefli. Takn: X.
 
+++ 
 
12. Plymouth – QPR
 
Höski: QPR vinnur… búið og gert. Tákn: 2.
 
Smari: Plymouth eru nu bara frekar slakir. Tony Pulis thyrfti nu bara ad komast til Hveragerdis og slaka soldid a. Eg held ad Trevor Sinclair og Les Ferdinand skori fyrir Queens Park, for the Queen. Takn: 2.
 
+++ 
 
13. Coventry – Ipswich
 
Höski: Coventry eru bara lélegir þessa dagana. Geta bara ekki neitt. Þeir tapa þessum leik, það er svo einfalt. Tákn: 2.
 
Smari: Eg a gamla minningu um thad thegar gulu storu morkin voru a skolavellinum og eg fekk ad vera i fotbolta med Adda stud og Hafthori einu sinni. Thad var nu soldid skemmtilegt ad fa ad vera med storu strakunum i fotbolta…thott ad mig minni nu ad their hafi ekki verid neitt svakalega godir thott their hafi thrusad nokkrum sinnum. En eg man thad ad Addi reyndi ad utskyra fyrir mer agaeti Coventry og eg trudi honum…eg er nokkud viss um ad thetta gerdist og ad mig hafi ekki dreymt thetta, annars…frekar fyndinn draumur. Takn: 1.
 
+++.

Höski: Jæja, það fór eins og ég spáði að síðasti seðill yrði erfiður. Og þrátt fyrir allar stökur, kvæði og hvað þetta heitir nú allt saman þá reið Smári ekki feitum hesti úr viðureigninni. Sama verður uppi á teningnum í þessarri umferð. Hann getur komið með allar þær stökur sem að hann vill, en það mun ekki gagnast honum. Við sjáum til hver rústar hverjum 😉  Og hana nú sagði hænan !! En ég luma á óvæntu útspili. Ég fékk nafna minn Höskuld Búa, með mér í lið, þar sem að hann er lipur maður í stökugerð.
 
Smána mun ég Sméra nú
smassað giskið tvinna.
Hjá honum ekki heil er brú
hérna mun ég vinna.

Vikugiskið vinn ég hér
vanda mig og segi.
Tippið hjá Sméra tjónað er
tek ég það og fleygi.

 
Smari: Thad var erfid helgi hja okkur Hoskuldi sidast… en thessi sedill leynir nu lika a ser. Eg stend og fell med thessari spa minni og i stadinn fyrir ad vera med eitthvad trash talk herna tha aetla eg ad oska agaetum Hoskuldi gods gengis og godrar heilsu. Thetta er ekki Mindgame…thetta er bara svo ad eg haldi godu Karma herna. Kvedja fra Bandarikjunum. Godar stundir! Smari.