27/12/2024

Samið um framkvæmdir í Bæjarhreppi

Samningar við verktaka við byggingu fjárréttar á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði og sparkvallar við grunnskólann á Borðeyri voru teknir fyrir og samþykktir á síðasta fundi hreppsnefndar Bæjarhrepps, eins og fram kemur í fundargerðum sem birtar eru hér á vefnum. Vegna byggingar fjárréttarinnar var samið við Hannes Hilmarsson á Kolbeinsá, en fjögur tilboð bárust í það verk. Um sparkvöllinn var samið við Heiðar Þór Gunnarson, en tvö tilboð bárust í verkið.

Búið er að taka gömlu réttina niður, en hún var reist 1975.

Gömul grjóthleðsla er á tanganum að sunnanverðu við Hvalsána, en ekki er fréttaritara kunnugt um hvort þarna verið fjárrétt eða nátthagi.

Ljósm. Jón Jónsson