14/12/2024

112 dagurinn er 11. febrúar

Að ákvörðun dómsmálaráðuneytis var 112 dagurinn haldinn fyrst þann 11. febrúar 2005 og hafi menn ekki enn séð í hendi sér af hverju sá dagur varð fyrir valinu eru þeir hvattir til að leggja höfuðið í bleyti.  Síðan hefur þetta verið árlegur viðburður og koma viðbragðsaðilar af öllu landinu að skipulagi dagsins með ýmsum hætti. Af þessu tilefni munu lögreglustöðvar á Vestfjörðum og líka á Hólmavík verða opnar fyrir þá sem vilja koma og skoða húsakynni og bifreiðar frá kl. 13-17 á morgun.