28/05/2024

Samgöngumál í umræðunni

Vegavinna í KaldbakskleifSamgöngumál hafa verið allnokkuð í umræðunni hér á Ströndum síðustu vikur og hér á vefnum eru tvær nýjar greinar um þau mál undir tenglinum Aðsendar greinar. Önnur er eftir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismann sem telur vegamálin brýnasta byggðamálið í okkar kjördæmi og hvetur til að enn verði spýtt í lófana við framkvæmdir. Hin greinin er eftir Steinþór Bragason í Danmörku sem vill tengja norðanverða Vestfirði við hringveginn með töluvert lengri göngum, en hingað til hafa verið í umræðunni.