11/09/2024

Sameiningarkönnun „sixpack“

Í dag birtist ný könnun hér á strandir.saudfjarsetur.is sem viðkemur sameiningar-kosningum sveitarfélaga á Ströndum. Að þessu sinni gefst lesendum kostur á að láta álit sitt í ljós eftir því í hvaða sveitarfélagi þeir búa. Könnuninni er skipt í sex hluta og leitað er álits íbúa í hverju sveitarfélagi fyrir sig ásamt því að öðrum lesendum strandir.saudfjarsetur.is gefst kostur á að láta álit sitt í ljós. Kannanir sem birtast hér á vefnum eru mest til gamans gerðar, en í sjálfu sér er útilokað að koma í veg fyrir að þátttakendur leiki sér með atkvæði sín og kjósi oftar en einu sinni. Könnunin stendur fram á föstudagsmorgun.