15/04/2024

Flugeldasala og brenna á Drangsnesi

Árleg flugeldasala Björgunarsveitarinnar Bjargar á Drangsnesi verður í húsi sveitarinnar á Grundargötu sem hér segir: Föstudag frá 19.30-20.30, laugardag frá 16-18 og sunnudag (gamlársdag) frá 13-16. Í auglýsingu eru allir hvattir til að koma og styrkja starf sveitarinnar. Á gamlárskvöld kl. 18 verður svo kveikt í brennu á Mýrarholtinu, auk þess sem Björgunarsveitin Björg mun standa fyrir stórglæsilegri flugeldasýningu.