14/06/2024

Sameining orkufyrirtækja

Þorsteinn Sigfússon er svæðisstjóri Orkubúsins á StröndumOrkubú Vestfjarða verður sameinað Landsvirkjun og Rarik um næstu áramót. Frá því var greint í fjölmiðlum í gær. Stefnan er síðan að sameinuðum fyrirtækjum verði breytt í hlutafélag árið 2008. Lofað hefur verið af ráðamönnum þjóðarinnar að störfum muni ekki fækka á Vestfjörðum vegna breytinga í raforkumálum, en eftir er að sjá hvað verður með efndir á því. Á Hólmavík starfa 8 manns hjá Orkubúi Vestfjarða.