11/09/2024

Sambandsleysi við strandir.saudfjarsetur.is

Þeir sem eru í netþjónustu hjá Símanum og nokkrum öðrum netþjónustum, hafa ekki komist inn á strandir.saudfjarsetur.is síðustu daga. Tölvupóstur sem sendur er úr netföngum á vegum Símans til netfanga sem enda á @strandir.saudfjarsetur.is hefur heldur ekki komist til skila síðan í fyrrakvöld. Búið er að komast fyrir þessa bilun sem er í nafnamiðlara. Þeir sem skipta við aðrar netþjónustur eins og t.d. Snerpu hafa hins vegar ekki hafa verið í neinum vandræðum með að vafra um strandir.saudfjarsetur.is og senda okkur póst.