22/12/2024

Safnað í áramótabrennu?

Reikna má með að áramótabrenna Hólmvíkinga verði óvenjulega vegleg þetta árið, enda er farið að safna efni í hana núna strax í september. Mikil hrúga af brettum er komið á brennustaðinn í landi Skeljavíkur og ef svo fer fram sem horfir verður brennan býsna stór þegar árið 2006 verður kvatt. Áramótabrennur Hólmvíkinga hafa verið í Skeljavík síðasta áratuginn í það minnsta, en á fyrri hluta 20. aldar voru brennurnar oftast á Brennuhóli þar sem Hólmavíkurkirkja stendur nú.

Drög að áramótabrennu? Víðidalsá í baksýn. – ljósm. Jón Jónsson.