11/11/2024

Safna fyrir langveik börn

Kvenfélag Árneshrepps hefur styrkt Umhyggju – félag langveikra barna nokkur undanfarin ár með hverskyns söfnun. Í gær stóð kvenfélagið fyrir tombólu og kaffisölu í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík. Margt muna var á tombólunni og seldist allt upp sem var þar á boðstólum. Flestir íbúar hreppsins sem voru heima í sveitinni mættu og og tóku þannig þátt í framtaki kvenfélagsins. Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is í Árneshreppi Jón Guðbjörn Guðjónsson var á samkomunni og smellti af nokkrum myndum.