22/12/2024

Rosalegt fjör á Sauðfjársetrinu í sumar

Sauðfjársetrið á Hólmavík opnar á morgun þann 10. júní. Opnunartíminn verður frá 12:00-18:00 í sumar. Sauðfjársetrið mun að sjálfsögðu standa fyrir mörgum, fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum í sumar eins og áður. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir og Sigríður G. Jónsdóttir verða að vinna á Sauðfjársetrinu og halda uppi stuðinu. "Það verður RISA kaffihlaðborð þann 17. júní, þjóðhátíðarstemming og gaman, svo verður rosalegt fjör í allt sumar," sagði Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir í samtali við fréttamann strandir.saudfjarsetur.is.