19/04/2024

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík eru haldnir í Hólmavíkurkirkju í kvöld og annað kvöld, mánudag og þriðjudag og hefjast bæði kvöldin kl. 19:30. Þarna koma langflestir nemendur Tónskólans fram og flytja atriði fyrir gesti, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar. Samtals eru nærri 60 atriði á dagskránni þessi tvö kvöld, en nemendur við skólann voru 52 á vorönn 2008. Kennarar við Tónskólann eru Stefanía Sigurgeirsdóttir og Bjarni Ómar Haraldsson. Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana.